Borun könnunarholu á Nöfum

Staðsetning holunnar ofan við Lindargötu
Staðsetning holunnar ofan við Lindargötu

Á næstu dögum mun Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hefja borun á könnunarholu fyrir kalt vatn á Nafabrúnum ofan við Lindargötu. Holan er staðsett á landi í eigu Sveitarfélagsins og er staðsetning holunnar ákveðinn í samráði við sérfræðinga hjá ÍSOR, Íslenskum Orkurannsóknum. Áætlað er að bora niður á um 50m dýpi. Ef neysluhæft vatn finnst í nýtanlegu magni í holunni er áætlað að tengja holuna við stofnlögn vatnsveitu sem liggur frá Sauðárgili og að vatnstönkum á Gránumóum.


Svæði

Skagafjarðarveitur   |  Borgarteig 15  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6200  |  skv@skv.is