Breyting á gjaldskrá hitaveitu hjá Skagafjarðarveitum

Þann fyrsta febrúar s.l. hækkaði gjaldskrá Skagafjarðarveitna vegna sölu á heitu vatni um 5%.  Einnig hækkuðu föst gjöld vegna mæla og hemla um 5%. Tengigjöld hækkuðu ekki.

Gjöldin sem hækkuðu að þessu sinni hafa hækkað um alls 3,5% síðan í júlí 2013. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,3%, byggingavísitala um 13,8% og launavísitala um 37,8%. 

Hér má sjá þróun gjaldskrár hitaveitu miðað við helstu vísitölur frá árinu 2005.

 

Nýja veitan í Fljótum.

Gjaldskrá hitaveitu í Fljótum hefur hingað til miðast við orkuinnihald vatns frá Varmahlíðarveitu. 

Þar sem komið er jafnvægi á veituna frá Langhúsum tekur gjaldskráin nú mið af raun-orkuinnihaldi vatnsins miðað við hitastig þess og er verðið pr. m3 kr. 165,69.

Síðar á þessu ári mun sá hluti Fljóta-veitu sem tengdur er borholunni við Sólgarða tengjast inn á nýja borholu við Langhús og mun þá gjaldskráin á þeim legg breytast til samræmis við það.


Svæði

Skagafjarðarveitur   |  Borgarteig 15  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6200  |  skv@skv.is