Framkvæmdir við stíflu í Sauðárgili

Unnið við stíflu í Sauðárgili
Unnið við stíflu í Sauðárgili

Um helgina var unnið að lokafrágangi og tengingum á drenrörum í stíflunni í Sauðárgili. Undirbúningur fyrir framkvæmdina hefur staðið yfir í nokkurn tíma.

Möl af botni stíflunnar var mokað upp og lögð drenmöl í staðinn. Ofan á mölina voru síðan lögð drenrör og annað lag af möl ofan á rörin.

Síun á botni stíflunnar kemur í stað gamla vatnshússins eða síuhússins sem komið er til ára sinna og hefur því lokið hlutverki sínu fyrir Skagafjarðarveitur. 

Vatni úr stíflunni er veitt að inntaksrými við vatnstanka á Gránumóum þar sem vatnið er síað að nýju með sandsíum og síðan geislað með útfjólubláu ljósi áður en það rennur inn á vatnstankana. 

Framkvæmdin stuðlar að bættum gæðum og auknu afhendingaröryggi á neysluvatni á Sauðárkróki. 

 


Svæði

Skagafjarðarveitur   |  Borgarteig 15  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6200  |  skv@skv.is