Steinn Leó tekur við Veitu- og framkvæmdasviði

Steinn Leó mættur til starfa
Steinn Leó mættur til starfa

 

Mættur er til starfa nýr sviðstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs Steinn Leó Sveinsson.

Steinn Leó er menntaður byggingatæknifræðingur frá Horsens í Danmörku með aðaláherslu á hönnun og gerð jarðvegsmannvirkja, gatnagerð, fráveitu- og vatnslagnir, verklegar framkvæmdir og landmælingar.

Steinn Leó hefur starfað hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða ehf. í fjölda ára,  nú síðast sem framkvæmdastjóri þess.

Steinn Leó er uppalinn í Geitagerði í Skagafirði og er því Skagfirðingur að uppruna. 

Við bjóðum Stein Leó velkominn til starfa og og óskum honum góðs gengis í nýju starfi. 


Svæði

Skagafjarðarveitur   |  Borgarteig 15  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6200  |  skv@skv.is