25.09.2015
Breytt gjaldskrá fyrir hitaveitu mun taka gildi 1. október nk.
Í nýrri gjaldskrá eru gerðar breytingar á heimæðargjöldum í þéttbýli og dreifbýli og miðast heimæðargjöldin nú við sverleika heimæðar en ekki stærð húsnæðis.
Einnig hefur verið bætt við stærðarflokkum mæla vegna mælaleigu.
Þá hafa verið sett inn afsláttarákvæði vegna stórnotenda og sprota- og nýsköpunarfyrirtækja sem gera ráð fyrir að fyrirtæki geti sótt um að kaupa heitt vatn á 70% afslætti.
Gjaldskrárbreytingin á ekki að leiða til hækkun kostnaðar hjá hinum almenna notanda enda er ekki verið að hækka verð á seldu vatni né föstu mánaðargjaldi mælis eða hemils.
Nýja gjaldskrá má sjá hér.