08.08.2013
Vinna við síkkun á borholudælu á Reykjarhól í Varmahlíð gengur samkvæmt áætlun og er stefnt á að hefja dælingu úr holunni á ný í kvöld.
Dælan verður síkkuð um fjórar 3m einingar og verður eftir framkvæmdina á 104m dýpi.
Síkkun á dælunni er nauðsynleg vegna þeirrar auknu notkunnar sem lagning hitaveitu í Hegranesi hefur í för með sér. Þegar heitu vatni verður hleypt á Hegranesið á haustdögum mun rennslið úr Reykjarhól aukast um a.m.k. 2-3 lítra á sekúndu.