Fréttir

Stór bilun í Túnahverfi

Vegna bilunar í stofnlögn ofan Dalatúns þarf að loka fyrir heita vatnið í Hlíða- og Túnahverfi á Sauðárkróki. Lokað verður fyrir vatnið fljótlega og mun lokunin vara fram eftir degi. Lokunin á við allar götur í Hlíða- og Túnahverfi nema Brekkutún, Eyrartún og Gilstún. Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar á þessu.

Virkjun borholu SK-32 í Hrolleifsdal

Starfsmenn Skagafjarðarveitna í Hrolleifsdal
Síðsumars hefur verið unnið hörðum höndum að því að virkja borholu SK-32 í Hrolleifsdal. Holan er staðsett um 35 metra norðan við núverandi borholu en sú hola þjónar Hofsósi og sveitinni frá Miðhóli í Hólahólum að Gröf á Höfðaströnd.
Lesa meira

Bilun í hitaveitunni

Enn er komin upp bilun í hitaveitunni. Að þessu sinni í dælustöð við Víðihlíð. Því mun þurfa að loka fyrir vatnið í Barmahlíð og Háuhlíð fram eftir degi. Skagafjarðarveitur harma óþægindi sem af þessu hljótast.

Svæði

Skagafjarðarveitur   |  Borgarteig 15  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6200  |  skv@skv.is