Fréttir

Spörum heita vatnið

Nú er búið að loka sundlaugunum í Varmahlíð og á Sauðárkróki og lækka rennsli á íþróttavöllum. Einnig hafa fyrirtæki með mikla notkun verið beðin að spara heita vatnið eftir bestu getu. Það dugar þó ekki til og hér koma nokkur sparnaðarráð til heimila og fyrirtækja í kuldatíð.
Lesa meira

Notendur hitaveitu í Skagafirði athugið

Í þeim kulda og snjóleysi sem nú ríkir er notkun heita vatnsins í hámarki. Skagafjarðarveitur beina þeim tilmælum til viðskiptavina sinna að spara heita vatnið eftir bestu getu, til dæmis með því að lækka stillingar á heitavatnspotttum og plönum sem nota ekki afallsvatn.
Lesa meira

Heitavatnslaust í Túnahverfi og Hlíðahverfi frá kl. 10. í dag

Vegna vinnu við lagnir í Nestúni verður lokað fyrir hitaveitu í Iðutúni, Jöklatúni og öllum götum þar fyrir ofan klukkan 10. Hlíðahverfi mun detta út í eina til tvær klst. Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira

Svæði

Skagafjarðarveitur   |  Borgarteig 15  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6200  |  skv@skv.is