Skagafjarðarveitur luku í vor 2025 við umfangsmiklar framkvæmdir við að skipta út hemlum og mælavæða hitaveituna á Sauðárkróki. Urðu þá allir þéttbýliskjarnar í Skagafirði mælavæddir.
Hafist var handa við mælavæðingu í dreifbýli sl. haust og byrjað á notendum milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Samhliða var hemlum sem bilaðir voru skipt út. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir haldi síðan áfram austur á bóginn og fram í Lýdó.
Þessi vinna fer aftur af stað á næstu dögum og eru því húseigendur hvattir til að huga að húskerfum sínum og ganga úr skugga um að þau séu tilbúin fyrir uppsetningu mæla. Ef gera þarf breytingar á lögnum er best að leita til löggilts pípulagningamanns.
Skagafjarðarveitur þakka notendum fyrir samstarfið og sýndan skilning meðan á framkvæmdum stendur.

