Flýtilyklar
Fréttir
Freyjugata og heitavatnið
19.02.2015
Ysti hluti Freyjugötu verður heitavatnslaus frá kl. eitt og fram eftir degi vegna viðgerða.
Um er að ræða svæðið frá Skólastíg og þar fyrir utan.
Vonast er til að lokunin vari ekki lengi en beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
GA.
Lesa meira
Hitaveita í Fljótum
13.01.2015
Borun á nýrri holu lauk í lok árs og haldinn var íbúafundur vegna hitaveituvæðingar í Fljótum.
Lesa meira
Borað eftir heitu vatni í Fljótum
26.11.2014
Starfsmenn Skagafjarðarveitna eru búnir að vera í dag í Fljótum. Þar stendur til að bora vinnsluholu til að fá meira heitt vatn fyrir íbúa svæðisins. Nýja holan er staðsett stutt frá núverandi holu sem þjónar Langhúsum auk tveggja sumarhúsa við Hópsvatn. Borun hefst í vikunni og er gert ráð fyrir að holan verði 100-200 metrar á dýpt. Á myndunum má sjá borvagn og önnur tæki sem notuð eru til að bora eftir heitu vatni.
Lesa meira