Fréttir

Mælavæðing þéttbýlisstaða í Skagafirði

Árið 2014 hófu Skagafjarðarveitur mælavæðingu í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Verkið hófst á útskiptingu eldri mæla á Hofsósi og Hólum en á þeim stöðum hefur heitt vatn verið selt skv. mæli frá upphafi. Síðustu vikur hefur verið unnið að uppsetningu mæla í Varmahlíð og er það verk langt komið. Á næstu vikum hefst uppsetning mæla á Sauðárkróki, þar sem byrjað verður á Hlíðar- og Túnahverfi. Áætlað er að setja upp um 400 mæla á Sauðárkróki ár hvert og að verkinu verði lokið fyrir árslok 2017.
Lesa meira

Neðri bærinn heitavatnslaus á sunnudaginn

Vegna viðgerðar á stofnæð þarf að loka fyrir heita vatnið í neðri bænum sunnudaginn 19.apríl frá kl 8:00 Aðeins er um neðri bæinn að ræða, Hlíða- og Túnahverfi munu ekki lenda í lokuninni.
Lesa meira

Skagafjarðarveitur óska eftir tilboðum í byggingu borholuhúss og dælustöðva vegna hitaveitu í Fljótum.

Um er að ræða eitt borholu- og aðstöðuhús á lóð úr landi Langhúsa í Fljótum, grunnflötur um 52m2. Einnig tvær dælustöðvar í Austur-Fljótum, grunnflötur hvors húss um 13m2.
Lesa meira

Svæði

Skagafjarðarveitur   |  Borgarteig 15  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6200  |  skv@skv.is