Fréttir

Tilkynning til íbúa Hlíðahverfis

Fimmtudaginn 4. des. verður heitavatnslaust frá kl. 9:00 í öllu Hlíðahverfi vegna endurbóta í dælustöð 2 og dælustöð 3. Líklega aðeins 30 – 40 mínútur í flestum götum, en í Barmahlíð og Háuhlíð verður vatnslaust fram eftir degi í vegna breytinga og endurnýjunar á búnaði í dælustöðinni í Víðihlíð. Íbúar eru hvattir til að huga að húskerfum og krönum vegna þessa. Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira

Austurgata Hofsósi - Vatnsveita

Vegna leka sem upp kom í Austurgötu verður lokað fyrir kalda vatnið eftir hádegi í dag mánudag á meðan á viðgerð stendur
Lesa meira

Trufnanir í syðri bænum

Búast má við truflunum á rennsi bæði í hitaveitu og vatnsveitu í syðri hluta Sauðárkróks eftir hádegi í dag fimmtudag. Verið er að gera við bilun og svæðið sem um ræðir er Grundarstígur og aðliggjandi götur, Fornós, Hólmagrund, Smáragrund og syðsti hluti Hólavegar.
Lesa meira

Til notenda hitaveitu í dreifbýli í Skagafirði.

Skagafjarðarveitur luku í vor við að skipta út hemlum og mælavæða Sauðárkrók. Þar með eru allir þéttbýliskjarnar héraðsins mælavæddir. Næst verður hafist handa við að setja upp mæla í dreifbýlinu og verður byrjað á notendum milli Sauðárkróks og Varmahlíðar, auk þess sem skipt verður út hemlum sem bila. Síðan má búast við verkinu verði haldið áfram út að austan og fram í Lýdó í beinu framhaldi. Vinna við mælavæðinguna hefst nú á næstu dögum og eru húseigendur hvattir til að huga að húskerfum þar sem það þarf. Best er að leita til pípulagningamanna ef gera þarf breytingar.
Lesa meira

Hegranes - Hofsstaðapláss

Í dag á að tengja nýja dælustöð í landi Hamars og því verður lokað fyrir hitaveitu frá Ketu að Keflavík og í Hofsstaðaplássi á meðan. Lokað verður fyrir rennsli kl. 13:00 en ekki er reiknað með að lokunin vari lengi.
Lesa meira

Svæði

Skagafjarðarveitur   |  Borgarteig 15  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6200  |  skv@skv.is