Fréttir

Hofsós í dag fimmtudag

Ekki tókst að ljúka viðgerð í gær og því verða truflanir/lokanir í hitaveitu á Hofsósi fyrir hádegið í dag, fimmtudag 22. jan. Svæðið sem um ræðir er Kárastígur, Bakkinn og Plássið að hluta eða öllu leiti.
Lesa meira

Hofsós hitaveita miðvikudagur 21. jan

Vegna viðgerða verða truflanir/lokanir í hitaveitu á Hofsósi eftir hádegið í dag, miðvikudag 21. jan. Svæðið sem um ræðir er Kárastígur, Bakkinn og Plássið að hluta eða öllu leiti.
Lesa meira

Mælavæðing hitaveitu í dreifbýli Skagafjarðar heldur áfram

Skagafjarðarveitur luku vorið 2025 við umfangsmiklar framkvæmdir við að skipta út hemlum og mælavæða hitaveituna á Sauðárkróki. Urðu þá allir þéttbýliskjarnar í Skagafirði mælavæddir. Hafist var handa við mælavæðingu í dreifbýli sl. haust og byrjað á notendum milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Samhliða var hemlum sem bilaðir voru skipt út. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir haldi síðan áfram austur á bóginn og fram í Lýdó.
Lesa meira

Kaldavatnslaust vegna bilunar

Vegna bilunar í heimæð verður kaldavatnslaust á Grundarstíg, Hólmagrund og Smáragrund. Viðgerð stendur yfir og vatni verður hleypt á um leið og hægt er.

Tilkynning til íbúa Hlíðahverfis

Fimmtudaginn 4. des. verður heitavatnslaust frá kl. 9:00 í öllu Hlíðahverfi vegna endurbóta í dælustöð 2 og dælustöð 3. Líklega aðeins 30 – 40 mínútur í flestum götum, en í Barmahlíð og Háuhlíð verður vatnslaust fram eftir degi í vegna breytinga og endurnýjunar á búnaði í dælustöðinni í Víðihlíð. Íbúar eru hvattir til að huga að húskerfum og krönum vegna þessa. Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira

Svæði

Skagafjarðarveitur   |  Borgarteig 15  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6200  |  skv@skv.is