Fréttir

Hlíðahverfi syðri hluti - hitaveita - vatnsveita

Hlíðahverfi syðri hluti - hitaveita - vatnsveita Kl. 10 verður lokað fyrir kalda vatnið í Kvistahlíð, Grenihlíð, Lerkihlíð, Hvannahlíð og Furuhlíð vegna bilunar. Einnig mun heita vatnið detta út í Kvistahlíð, Lerkihlíð og Hvannahlíð um tíma. Unnið er að viðgerð í brunni við Kvistahlíð og má búast við að vatnsleysið standi fram eftir degi.
Lesa meira

Kvistahlíð, Lerkihlíð og Hvannahlíð.

Á morgun 19. ágúst og hinn daginn 20. ágúst verður unnið við dreifikerfi hitaveitu við Kvistahlíð, Lerkihlíð og Hvannahlíð. Vatnslaust verður einhvern hluta dags báða dagana í þessum götum.
Lesa meira

Sauðárkrókur, Smáragrund - Öldustígur

Vegna bilunar verða truflanir í hitaveitunni á Sauðárkróki á Smáragrund og hluta Öldustígs í dag og á morgun. Svæðið má sjá á meðfylgjandi mynd.
Lesa meira

Dælustöð Grófargili

Vegna viðgerðar verður lokað fyrir hitaveitu í Dælustöð Grófargili kl. 13. í dag. Búist er við að viðgerð ljúki innan klukkustundar. Lokunin tekur til allra notenda í Hegranesi suður, Hofstaðaplássi og bæjarröðina frá Grófargili að Birkihlíð.
Lesa meira

Sæmundargata - Hólavegur - stígar

Vegna bilunar verða truflanir og einhverjar lokanir á hitaveitu á Sæmundargötu, nyrsta hluta Hólavegs og stígunum þar á milli, Bárustíg, Ægisstíg og Ránarstíg fram að hádegi.
Lesa meira

Svæði

Skagafjarðarveitur   |  Borgarteig 15  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6200  |  skv@skv.is