Þann 14 maí 2002 runnu vatns- og hitaveitur Skagafjarðar saman í eina sæng undir nafninu Skagafjarðarveitur. Þar sameinuðust hitaveitur Sauðárkróks, Seyluhrepps og Steinsstaða og vatnsveitur Sauðárkróks, Hofshrepps og Steinsstaða.
Skagafjarðarveitur vinna að endurnýjun og uppbyggingu veitukerfa á ofangreindum stöðum ásamt stækkun kerfanna eftir því sem hagkvæmt þykir.
Skrifstofan er opin sem hér segir: mánudaga - fimtudaga frá kl. 9.00 - 12.00 f.h. og frá kl. 13.00 - 16.00 e.h. og á föstudögum frá kl. 9.00 - 12.00 f.h. og frá kl. 13.00 - 15.00 e.h.