50 ára afmæli Hitaveitu Sauðárkróks

Haldið var upp á 50 ára afmæli Hitaveitu Sauðárkróks þann 8. nóvember 2003. Við það tilefni var afhjúpuð stytta af Jóni Nikódemussyni hitaveitustjóra og frumkvöðuls en Jón var veitustjóri til ársins 1973 er hann lét af störfum fyrir aldurssakir. 


Það var kannski viðeigandi að veðurguðirnir steyptu vatni yfir afmælisgesti
á afmæli Hitaveitu Sauðárkrós. Hér er Páll Pálsson framkvæmdastjóri
í pontu.
Fjöldi góðra gesta mættu niður í dælustöð þegar styttan af 
Jóni Nikódemussyni var afhjúpuð.
 
Það var Helgi Gunnarsson, dóttursonur Jóns, sem afhjúpaði styttuna að viðstöddum fjölda gesta. Meðal þeirra var dóttir Jóns, Sigurlaug, ásamt manni sínum Gunnari Helgasyni.
Sigurður Ágústsson fyrrverandi Rafveitustjóri á Sauðárkróki mætti fyrir
hönd Samorku og færði stjórn Skagafjarðarveitna ehf. hamingjuóskir 
í tilefni dagsins.
Jón Ormar Ormsson tók saman sögu Hitaveitu Sauðárkróks og flutti
af alkunnri snilld ásamt Sigríði Kr. Jónsdóttur.
Sigrún Alda Sighvatz afhenti Önnu Pálu Guðmundsdóttur blómvönd í 
tilefni dagsins en hún var íbúi í fyrsta húsinu sem tengdist hitaveitunni
en Anna Pála bjó þá á Bárustíg 1.
Frá vinstri: Árni Ragnarsson arkitekt, Sveinn Guðmundsson heiðursborgari
Sauðárkróks, Anna Pála Guðmundsdóttir og Ásdís Hermannsdóttir.
 
Þá flutti Árni Ragnarsson arkitekt ávarp en Árni hefur fengið það verkefni að skipuleggja svæðið umhverfis dælustöðina og virkjunarsvæðið með það fyrir augum að þar verði opið útivistarsvæði sem nýta má til opinberrar móttöku sveitarfélagsins, félagasamtaka og hópa. Gerði Árni grein fyrir hugmyndum sínum og áformum.
 
Heimild: Feykir

Svæði

Skagafjarðarveitur   |  Borgarteig 15  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6200  |  skv@skv.is