Kynningarfundur vegna hitaveitu í Lýtingsstaðahreppi

Mánudaginn 23. janúar var haldinn vel heppnaður kynningarfundur í félagsheimilinu Árgarði þar sem kynntar voru fyrir íbúum og fasteignaeigendum fyrirhugaðar hitaveituframkvæmdir á svæðinu. 

Á fundinum var fundarmönnum kynnt starfsemi Skagafjarðarveitna, farið var yfir hönnunardrög vegna framkvæmdarinnar og kostnaðaráætlun ásamt heimæðargjöldum. Að lokum var tekið við fyrirspurnum sem voru þónokkrar. Fundurinn var ágætlega sóttur og gott hljóð í fundarmönnum enda flestir búnir að lyfta andanum á þorrablóti um liðna helgi. 

Hitaveita í Lýtingsstaðahreppi er hluti af 5 ára áætlun skagafjarðarveitna vegna hitaveituframkvæmda í dreifbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði. Hönnunardrögin gera ráð fyrir að lagðir verði um 30km af hitaveitulögnum í Lýtingsstaðahreppi og tengingar verði um 35 talsins. 

Búið er að bjóða út efnishluta verksins, þ.e. stál- og plastlagnir, og verða tilboð opnuð í byrjun febrúar. Í kjölfarið verður farið í útboð á verklega hluta framkvæmdarinnar. 

Nánari upplýsingar vegna verkefnisins er að finna hér á heimasíðu Skagafjarðarveitna, undir flipanum Hitaveita í Lýtingsstaðahreppi. 


Svæði

Skagafjarðarveitur   |  Borgarteig 15  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6200  |  skv@skv.is